Velkomin til Elite Dental: Bros þitt er okkar ástríða

Elite Dental færir öllum okkar viðskiptavinum fallegt bros og aukið sjálfstraust. Með því að sameina alþjóðlega gæðastaðla og víetnamska gestrisni, gerir Elite Dental að leiðandi tannlæknaþjónustu þar sem erlendir starfsmenn og tannlækninga ferðamenn geta upplifað þægindi og öryggi. Sem alþjóðlega viðurkennd tannlæknaþjónusta í SA-Asíu, veitir hámenntað starfsfólk okkar vandaða tannlæknaþjónustu með fágun og nákvæmni og tryggir jafnframt að upplifun þín verði jákvæð og sársaukalaus.

 


 

Starfsfólk Elite Dental: Fjöltyngt og með alþjóðlega þjálfun

Teymið okkar samanstendur af sérfræðingum sem og almennum tannlæknum, sem flestir hafa verið þjálfaðir í tilteknum greinum í Frakklandi, Bandaríkjunum og Singapore. Tannlæknarnir okkar tala góða frönsku, ensku og auðvitað víetnömsku, til að bjóða upp á bestu mögulegu upplifun í tannlæknaþjónustu í Ho Chi Minh borg.

Auk þess að hafa fjöltyngt starfsfólk, hafa margir í teyminu okkar dvalið erlendis og skilja því mjög vel hinn mikla meningarmun í heilbrigðisþjónustu erlendis. Þar af leiðir að við erum 100% viss um að Elite Dental geti komið á móts við margbreytilegar þarfir einstaklinga af fjölbreyttum bakgrunn. Við höfum á að skipa alþjóðlega viðurkennda lækna í tannplöntun, tannréttingum, smærri skurðaðgerðum, munn umhirðu og fagurfræðilegri enduruppbyggingu.

 

 

 

Alþjóðleg Viðurkenning: Verðlaunaðir læknar

Læknar okkar eru ekki aðeins mjög hæfir sérfræðingar, heldur hafa þeir farið langt fram úr faglegum væntingum með því hljóta nokkur alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi hæfni í sinni sérfræðigrein. Árið 2016 hlaupt Elite Dental „Global Patients’ Choice Award“ verðlaunin frá Dentaldepartures.com og Whatclinic.com, sem eru tveir virtustu og traustustu alþjóða tannlækna ferða vefsíðum. Elite Dental hefur einnig hlotið GCR (Global Clinic Rating) sem aðeins er veitt tannlæknastofum sem hafa farið framúr alþjólegum stöðlum fyrir tannlæknaþjónustu. Sem einstaklingur hefur yfirlæknir Elite Dental fengið æðstu viðurkenningu meðlima í ICOI (International Congress of Oral Implantologists) sem og útnefningu í ITT Fellowship. 

Tannlæknastofurnar okkar: Nútímalegar og þægilegar

Í mars 2017 opnuðum við stofu að 51A Tu Xuong í District 3, sem hýsir eina fullkomnustu stafrænu tannlæknastofu í Víetnam. Þessi stofa býður uppá þrívíddar keilu geisla skönnun (3D Cone Beam CT scans), Trios skanna og CAD/CAM, sem er nýjasta tæknin í stafrænni framleiðslu íhluta fyrir enduruppbyggingu í munnholi.

Þessi framsækna stofa mun hýsa ígræsðlu miðstöð okkar sem og hinar þekktu „All-on-4“ og „All-on-6“ aðferðum þar sem 4 eða 6 plantar halda uppi brú í heilum efri eða neðri góm. Á stofunni verður vettvangsnám fyrir tannlækna og aðstoðarfólk sem er að taka alþjóðlegar viðurkenningar í sínu fagi. Útlits tannlækningar eru einnig einn af áhersluþáttum stofunnar, þar sem nýjasta tölvutækni er nýtt í farmleiðslu á tannlækninga íhlutum af alþjóðlegum gæðum.

Önnur stofa okkar, að 57A Tran Quoc Thao í District 3, er aðeins í 7 mínútna fjarlægð frá hjarta Ho Chi Minh borgar og verður miðstöð fyrir tannréttingar og almennar tannlækningar eins og holu- og rótarfyllingar og reglulegt eftirlit.

 Framúrskarandi þjónusta: Samkvæmt ströngustu alþjóðlegu stöðlum

Elite Dental Group er „all in one“ tannlæknaþjónusta sem veitir mun meira en almenna tannlæknaþjónustu. Ólíkt flestum stofum í Víetnam, sem oft senda viðskiptavini sína á aðrar stofur fyrir röntgen myndir, skanna og aðra þjónustu, þá býður Elite Dental Group upp á alla viðeigandi tækniþjónustu á staðnum.

Allt frá fyrsta skanni, eftirliti og aðgerðum, verður þjónustuþörf þinni haganlega fyrir komið til að tryggja hámarks þægindi. Við bjóðum einnig uppá víðtæka sérfræði þjónustu eins og „All-on-4“ tannplantanir, „Invisalign“ tannréttingar, skeljar framan á tennur, innlegg í holur sniðin eftir stafrænni skönnun, endurbygging, krónur, brýr og  barnatannlækningar. Hvað varðar efnin sem notuð eru, þá erum við í samstarfi við japanska og franska framleiðendur fyrir alþjóðlega viðurkennda tann íhluti eins og krónur og skeljar. Frá fyrsta viðtali og í gegnum alla þjónustuþætti, er ánægja þín lykillinn að okkar árangri.

 

Keilu geisla skanni. Heilmyndir af tanngarði unnar með tölvuúrvinnslu mynda.
Cone beam computed tomography system (CBCT), Panoramic scan 

  

Hefðbundin röntgen tækni

 

Japanskir tannlæknastólar

 

Tannplöntunar staðsetningartæki 

 

Piezo munnhols aðgerðar tæki

 

 

Sótthreinsunar tæki