Tannplantar
Tannplantar, hvað er það?
Vantar í þig eina tönn eða jafnvel fleiri? Ertu ekki ánægð(ur) með lausar gervitennur vegna óþæginda sem þeim fylgja? Tannplantar eru byltingarkennd aðferð við að skipta um mikið skemmdar eða horfnar tennur með náttúrulegu útliti. Með tannplanta getur þú, áhyggjulaust og án óþæginda, brosað, talað og borðað aftur. Engin þörf á að fela brosið nokkurn tíma aftur.
Tannplanta ferlið: (sama hvort sem um er að ræða eina eða allar tennur)
Fyrst er tannplanta (úr títani) komið fyrir í stað tannrótar. Tannplantinn virkar eins og náttúruleg tannrót. Venjulega tekur það um 1-6 mánuði að gróa þannig að tannplantinn taki festu sem hluti af kjálka.
Næst er burðarstykki fyrir krónuna komið fyrir á tannplantanum.
Að lokum er postulíns PBM króna (PBM Postulín-Brætt-við-Málm) sett á burðarstykkið.
Tannplantar bjóða upp á eftirfarandi kosti:
- Hafa verið viðurkenndir af tannlæknum í yfir 40 ár sem árangursríkur og traustur valkostur fyrir gervitennur.
- Eru gerðir úr lífsamhæfðu efni (títani) og er því ekki hafnað af líkamanum.
- Tannplantar geta enst út lífið með góðri tannhirðu.
- Ólíkt hefðbundnum brúm bjóða tannplantar uppá að skipt sé um eina eða fleiri tennur án þess að hafa áhrif á nærliggjandi tennur.
- Viðheldur náttúrulegu beini og lágmarkar frekari beinrýrnun, þar sem tannplantar viðhalda eðlilegri örvun/áreiti á kjálkabeinið. Þetta er einn mikilvægasti kosturinn við tannplanta.
Gervitennur geta valdið beinrýrnun, vegna takmarkaðrar örvunar á kjálkabein. Tannplantar viðhalda eðlilegri örvun á kjálkabeinið sem kemur í veg fyrir beinrýrnun.
Eftirfylgni
Tannplantar þarfnast samskonar viðhalds og alvöru tennur eins og að nota tannþráð, að bursta tennurnar tvisvar á dag og fara í eftirlit hjá tannlækni. Skoðun og eftirlit verður sett með reglulegu millibili til að fylgjast með tannplöntunum, öðrum tönnum og góm til að tryggja gott munnhols heilsufar.