Tann skeljar
Tann skeljar eru sem geta lagfært útlitsgallaðar tennur á einfaldan hátt til að færa okkur bjart brosið og þar með sjálfstraustið til að eiga auðveldara með samskipti við aðra. Við erum ekki öll svo lánsöm að hafa fengið hvítar og beinar tennur í vöggugjöf. Þar að auki er margt sem getur komið fyrir tennur okkar eftir því sem aldurinn færist yfir. Neysla ýmissa matvæla, kaffi, te og gosdrykkir, ákveðin lyf og áverkar vegna slysa svo ekki sé nú talað um reykingar, geta valdið óæskilegum útlitsbreytingum á tönnum sem draga úr sjálfstrausti okkar til að brosa. Postulíns skeljar eru einföld leið til að lagfæra þessa minniháttar útlits galla á tönnum.
Ólíkt krónu, sem hylur alla tönnina, hylja skeljarnar aðeins yfirborð tannar (líkt og gervinögl hylur nögl á fingri). Skeljar gera því tannlæknum kleift að hylja mislitar tennur, loka litlum skörðum milli tanna, lagfæra slitnar brúnir og láta skakkar tennur sýnast beinar.
Tann skel er gerð úr mjög þunnu postulíni
Hefur þú einhvern tíma hugsað þér að láta lagfæra minniháttar útlitsgalla á tönnum en verið hrædd(ur) við að láta slípa úr mörgum tönnum og kostnað sem því fylgir? Með skeljum eru tennur aðeins lagfærðar um 0,6mm. Þar á eftir beitir tannlæknirinn sérstakri tækni til að festa postulíns skeljarnar á ytra yfirborð tannana og umbreyta þar með brosi þínu. Mjög fljótleg og örugg aðferð.
Skeljar henta vel til að loka skarði milli tanna
Skeljar geta lagfært lögun tanna
Þar sem skeljarnar hafa ekki mikil áhrif á þínar eigin tennur eru áhrif á bit næstum engin og glerjungur tanna er algerlega heill. Postulíns skeljar eru mjög þunnar og því er litur þeirra mjög svipaður og náttúrulegra tanna. Hinsvegar krefst aðferðin þess að tannlæknar sem hana framkvæma hafi mikla faglega færni til að ná fram þeim fagurfræðilega árangri sem tæknin bíður uppá.