Almennt eftirlit hjá tannlækni
Almennt eftirlit hjá tannlækni er mikilvægur þáttur í að viðhalda góðri almennri tannheilsu og ætti að framkvæma reglulega. Ef almennu eftirliti er sinnt vel getur dregið úr líkum á alvarlegum skemmdum og munnholssjúkdómum eins og tannholdsbólgum. Af hverju?
Hefur þú einhvern tíma átt við eftirfarandi vandamál?
- Blæðir úr gómum við tannburstun;
- Gómar eru bólgnir og rauðir og jafnvel lausir frá tönnum;
- Kemur útferð við brún góms ef þrýst er á;
- Tennur eru lausar eða hafa losnað úr;
- Óeðlileg tilfinning þegar þú tyggur;
- Andfýla…
Allt er þetta vísbending um tannholdsbólgur sem eru undanfari alvarlegri munnholssjúkdóma ef ekki er brugðist rétt við. Ef einstaklingur hinsvegar fer reglulega í almennt eftirlit hjá tannlækni er hægt að bregðast strax við fyrstu einkennum með viðeigandi meðferð sem kemur í veg fyrir alvarlegri vandamál. Því mælum við hjá Elite Dental með því að þú stundir reglulegt almennt eftirlit hjá tannlækni á 6 mánaða fresti til að geta greint sem fyrst vandamál sem upp koma og veita viðeigandi meðferð. Þetta á sérstaklega við þá sem eiga sögu um tannholds- og aðra munnhols sjúkdóma
Reglubundin allmenn tannlækna skoðun hjá Elite Dental.
- Almenn skoðun: Tannlæknir skoðar tennur, munnnhol, tungu og slímhúð í þeim tilgangi að greina vísbendingar um skemmdir eða sjúkdóma.
- Röntgen myndataka: Víðmynd af munnholi hjálpar tannlækni að meta almennt ástand tanna og kjálkabeins og kjálkaliða og þar með gera nákvæmari greiningu á meðferðarþörf sjúklings.
- Umfangsmeiri inngrip: Ef greining leiðir í ljós alvarlegri munnholssjúkdóma eða krabbamein eru frekari rannsóknir settar í farveg.
- Ráðgjöf: Sjúklingi veittar greinagóðar upplýsingar um hentuga meðferðaráætlun.
Í reglulegum skoðunum er einnig farið yfir þarfir og óskir sjúklings um fegrunar aðgerðir á tönnum. Við munum ráðleggja þér um mögulegar leiðri til að gera bros þitt fallegt aftur ásamt ráðleggingum um að viðhalda góðri almennri tannheilsu.