Invisalign
Invisalign er samsett orð yfir tannréttinga tækni (e. invisible (clear) og e. aligner (a tray of staightening teeth) eða á íslensku ósýnileg og tannréttingagómur). Þessi nýja tannréttingaraðferð byggir á kerfi sér smíðaðra tannréttingagóma. Gómarnir eru smíðaðir úr mjúku, þægilegu og nær ósýnilegu plasti. Það er því liðin tíð að tannréttingar kosti langvarandi útlitsbreytingar sem geta heft einstaklinga í samskiptum við aðra á meðan tannréttingum stendur.
INVISALIGN AÐFERÐIN
Samkvæmt niðurstöðum tannréttingar sérfræðinga, kvarta flestir sem nota hefðbundnar tannréttingaraðferðir yfir erfiðleikum við að matast, bursta og nota tannþráð. Með spennur og víra í munninum er nær ómögulegt að finna ekki fyrir óþægindum. Invisalign spangir ná fullkomlega að losa fólk undan þeim óþægindum þar sem búnaðurinn er gerður úr tæru plasti sem er hægt að taka úr sér. Þú getur því borðað hvað sem þig langar í og hreinsað tennurnar auðveldlega. Þessir kostir draga líka verulega úr hættunni á tannskemmdum og tannholdsbólgum sem fylgikvilli tannréttinga.
ClinCheck forritið áætlar hreyfingu tanna og loka niðurstöðu með Invisalign tannréttingu
Invisalign er árangursrík, hraðvirk og styttir meðferðar tíma. Ef ákveðið er að nota aðferðina þarf einstaklingur að nota gómana í 20 til 22 tíma á sólarhring. Þá þarf að fá nýja sér sniðna tannréttingagóma á tveggja vikna fresti út allan meðferðartímann. Við hvern nýjan góm tekur einstaklingur vel eftir árangri sem orðið hefur síðustu tvær vikurnar.
Til þess að fylgjast vel með þróuninni þarf einstaklingur að mæta í reglulegt eftirlit hjá tannlækni á um 6 til 8 vikna fresti. Í sumum tilfellum getur tannlæknir sett auka búnað á (stilli hnappa) sem einstaklingur þarf að stilla til þess að hraða ferlinu.
Virkar Invisalign fyrir alla aldurshópa?
Flestir geta nýtt sér þessa tækni, unglingar og fullorðnir, en aðferðin hentar ekki öllum. Tækninni er aðeins beitt í þeim tilfellum þar sem skekkja tanna eða bits er ekki mikil. Því er nauðsinlegt að láta tannlækni meta hvort aðferðin hentar þér.
Invisalign fyrir fullorðna
“Invisalign Teen”