Tann hvíttun
Upplýsingar
Tann hvíttun er lausn sem hjálpar til við að lagfæra lit á tönnum. Litur tanna ræðst af tveimur þáttum: Erfðir ráða upprunalegum lit tanna og Lit mengun sem getur átt sér stað við tilteknar aðstæður í lífinu sem leiðir til breytinga á upprunalegum lit.
Hvenær þarftu á tann hvíttunnar lausninni að halda?
- Upprunalegur litur tanna er flatur og ekki eins fallegur og vilji er til
- Ýmis matvæli og efni sem neytt er um ævina geta haft áhrif á að tennur verði mislitar, t.d. lyf, matarlitur, kaffi, te og tóbak…
- Með hækkandi aldri verður dentín lag tannarinnar þykkara. Það dregur úr ljós endurvarps hæfileikum glerjungsins sem gerir lit tannana dekkri
- Það eru 2 leiðir til að hvítta tennur á árangursríkan hátt: Hvíttun á tannlæknastofu eða Hvíttun í heimahúsi.
- Tann hvíttun á tannlæknastofu
- Fyrst setur tannlæknirinn lag af einangrandi efni til að verja góminn.
- Næst er notað vetnisperoxíð til hvíttunnar. Við oxun myndast sindurefni sem gera yfrborð tannar litlaust
- Hvíttun er svo hraðað með því að beina að tönnunum þar til gerðu ljósi.
- Við lok hvíttunnar aðgerðar á stofunni mun tannlæknirinn leiðbeina með umhirðu tanna þegar heim er komið. T.d. um hvaða tannkrem er best að nota, takmörkun á neyslu tiltekinnar fæðu og/eða drykkja (t.d. rauðvín, kaffi og te) til þess að draga úr líkum á blettamyndun í tönnum og vernda tennur.
- Aðgerð á tannlæknastofu tekur 1-2 tíma.
- Tann hvíttun mun gera brosið þitt bjart og eftirtektarvert.
- Tann hvíttun í heimahúsi
- Tannlæknir skoðar tennur og útbýr plastbakka sem passa tönnunum þínum.
- Þér verður leiðbeint um hvernig plastbökkunum er komið fyrir í munni og um notkun vetnisperoxíðs gels, í lágum styrkleika. Framkvæma þarf meðferðina á hverjum degi í nokkra klukkutíma í senn (venjulega yfir nótt).
- Þessi aðferð tekur lengri tíma en árangurinn verður merkjanlegra betri. Ef upptaka er góð má sjá góða útkomu eftir fyrsta skiptið.
- Hvíttun í heimahúsi tekur um tvær vikur.
Hægt er að sameina báðar aðferðirnar, hvíttun á stofu og hvíttun í heimahúsi, í þeim tilfellum þar sem blettir eru miklir til að ná sem bestum árangri.
Nokkrir punktar um hvíttun
- Aukið næmi í tönnum eftir hvíttun á stofu: Er mjög sjaldgæft þar sem á stofu er beitt sjálfvirkri tækni sem dregur úr hita í ljósgjafa til að tryggja öryggi og þægindi viðskiptavinar.
- Óþægindi vegna aukins næmi í tönnum er aðeins tímabundið ástand. Í sumum tilfellum getur tannlæknir mælt með notkun verkjalyfja á meðan tennur eru að jafna sig.
- Hvíttun endist í 1 til 3 ár, allt eftir því hversu vel viðskiptavinur hugsar um tannhirðu og hvers er neytt. Reykingar og mikil kaffi, te eða rauðvíns notkun mun hraða því að tennur verði blettóttar hraðar.
- Áður en að hvíttun á sér stað gætiþurft að gera við skemmdir og/eða fjarlægja tannstein og önnur óhreinindi á tönnum.
- Hjá Elite Dental mun tannlæknir alltaf meta lit og ástand tanna til að ganga úr skugga um að tann hvíttun henti þér. Einnig verður spurt eftir óskum þínum og væntingum um lit á tönnum og hvernig tennurnar muni líta út að lokinni hvíttun.