Skorufylling til að koma í veg fyrir tannskemmdir
Skorufylling til að koma í veg fyrir tannskemmdir er aðferð þar sem beitt er þéttiefni til að fylla í litlar holur og skorur á bitfleti jaxla til að fyrirbyggja myndun skemmda.
Af hverju skorufylling?
Niðurstöður rannsókna benda til allt að 90% tilfella tannskemmda komi út frá sliti á bitfleti.
Þar sem mikið er um litlar holur og skorur í líffræðilegri uppbyggingu á bitfleti jaxla, getur verið erfitt að hreinsa þær vel með hefðbundinni burstun tanna. Þar af leiðir að kjör aðstæður myndast fyrir bakteríur sem valda tannskemmdum. Skemmdir í skorum geta myndast mjög hratt í beinu samhengi við dýpt þeirra.
Hvað varðar 6-12 ára gömul börn þá fá þau 6-7 fullorðinstennur á þessum árum. Ungar fullorðinstennur hafa margar skorur og holur á bitfleti jaxla. Þeir sitja aftast sem gerir börnum erfiðara fyrir að hreinsa þá vel. Á þessu stigi tannþroska er hörðnun glerjungs skammt á veg komin og því er mótstaða gegn tannskemmdum takmörkuð, sérstaklega hvað varðar skorur í tönnum. Tíðni tannskemmda út frá skorum í bitfleti jaxla er hæst fjórum árum eftir að tennur hafa komið upp og vex eftir því sem árin líða.
6 og 7 jaxlarnir hafa mikilvægt hlutverk í fullorðinstönnunum. Því er mjög mikilvægt að vernda þær fyrir skemmdum út frá skorum og stuðlar að betra tannheilbrigði barna til framtíðar.
Skorufylling sem er ennþá til staðar eftir 3-5 ár er talið árangursríkt. Hinsvegar geta skorufyllingar endst mun lengur. Ekki er óalgengt að skorufylling sem beitt á barnsaldri er ennþá til staðar talsvert inn á fullorðinsárin.
Áhrif af skorufyllingu
Eftir að skorur hafa veri hreinsaðar vel og skorufylltar verður bitflötur jaxlanna sléttari og auðveldara verður að ná árangursríkri burstun. Þar af leiðir að ekki verður til gróðrastía fyrir bakteríur sem mynda skemmdir. Skorufylling er ein besta meðferðin til að stjórna og koma í veg fyrir tannskemmdir snemma á ævinni.
Holufyllingartæknin.
Því fyrr sem holufyllingu er beitt, því betra fyrir börnin. Þegar barn fær 6. jaxlinn (um 6 ára aldur) og 7. jaxlinn (við 12 ára aldur), geta djúpar skorur í bitfleti jaxla fyllst af matarleyfum sem skapa skilyrði fyrir tannskemmdir.
Hin einfalda skorufyllingartækni er fljótleg og sársaukalaus og styrkir bitflöt tannarinnar.
Fyrst er skorusvæðið hreinsað vel með bursta og hreinsiefni. Því næst er svæðið undirbúið með efnablöndu sem eykur viðloðunareiginleika fyllingarinnar. Að lokum er fyllingarefni sett í skorurnar. Skorufyllingin harðnar af sjálfum sér eða er hert með halogen lampa, allt eftir tegund efnis sem notað er.
Skorufylling er talin ein hagkvæmasta og áhrifamesta aðferðin til að draga úr líkum á tannskemmdum hjá börnum á grunnskóla aldri. Í þeim tilgangi að hámarka forvarnir gegn tannskemmdum er mjög mikilvægt að börn komi í almennt eftirlit á 6 mánaða fresti eftir að skorufylling hefur verið framkvæmd til að greina og lagfæra ef skorufylling flagnar.
Skorufyllingarefni sem gert er úr „glassionormer“ sementi gefur frá sér flúor. Það hjálpar til við að herða glerung, eykur mótstöðu gegn tannskemmdum og breytir bakteríu flóru sem getur myndað tannstein. Jafnvel þó svo skorufyllingin flagni, situr eftir filma í botni skorunnar sem dregur úr líkum á tannskemmdum.